top of page

Covid smit

Í gær greindist nemandi í 5. bekk, norðan Heiðar með Covid smit. Smitrakningu í skólanum er lokið, fjórir nemendur og tveir starfsmenn voru settir í sóttkví.

Nemendur og aðstandendur eru beðnir um að sinna smitgát.

ALLIR nemendur í 5. bekk og starfsfólk sem umgekkst þann hóp miðvikudaginn 24. nóvember fara í hraðpróf á morgun - niðurstöður úr þeim pófum munu liggja fyrir annað kvöld. Þeir sem eru í sóttkví munu fara í PCR próf á mánudaginn og niðurstöður þeirra prófa er að vænta á mánudagskvöld.

Nemendur fimmta bekkjar verða heima á mánudaginn. Þegar niðurstöður úr prófunum liggja fyrir munum við ákveða næstu skref.

Verum dugleg að sinna persónulegum sóttvörnum og við erum öll saman í þessu verkefni. Verum minnug þess að enginn ætlar að smita samferðafólk sitt.







​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page