top of page
Search

Alþjóðaár jökla á hverfandi hveli og samkeppni ungs fólks

  • Writer: hugrune
    hugrune
  • Mar 17
  • 1 min read

Sameinuðu þjóðirnar hafa helgað árinu 2025 jöklum á hverfanda hveli og ákveðið að 21. mars ár hvert verði sérstakur alþjóðadagur jökla. Alþjóðaárið verður nýtt til að vekja athygli á mikilvægi jökla, snævar og íss í vatnafræðilegu og veðurfarslegu samhengi og ekki síður í efnahagslegu, samfélagslegu og umhverfislegu tilliti.


Talið er líklegt að Snæfellsjökull verði að mestu horfinn um miðja þessa öld, að því er kemur fram á vef Veðurstofu Íslands. Snæfellsjökull hefur rýrnað mikið vegna hlýnandi loftslags síðustu áratugi og er flatarmál hans nú minna en 10 ferkílómetrar en árið 1910 var flatarmálið um 22 ferkílómetrar.

Verk tveggja nemenda úr 4. bekk verða á sýningu í Perlunni sem opnar 6. apríl og fengu þeir viðurkenningu fyrir þátttöku sína í keppninni; Jöklar og framtíðin. Skapandi samkeppni.


Nemendur úr 7. og 8. bekk unnu með þá stöðu að nú eru að alast upp kynslóðir sem munu hugsanlega lifa það að sjá Snæfellsjökul hverfa alveg eða að mestu leyti. Þau útfærðu framtíðarsýn sína í vatnslitamyndir hvernig staðan gæti verið árið 2050.


Verkin verða sýnd í Þjóðgarðsmiðstöðinni frá og með 21. mars.







 
 
 

Comments


​Nýjar fréttir
Eldri fréttir

Grunnskóli Snæfellsbæjar

Ennisbraut 11 | 355 Snæfellsbæ

Sími: 4339900 

gsnb(hja)gsnb.is

Opnunartímar:

Hellissandur kl. 8:00 - 16:00

Ólafsvík kl. 8:00 - 16:00

bottom of page