top of page

Kynning á smáforritinu Screen Time


Rannsóknir hafa sýnt okkur að tengsl eru á milli mikillar snjalltækjanotkunar og vanlíðan, jafnvel þunglyndis barna og unglinga og því langar okkur að kynna fyrir ykkur smáforritið Screen Time.

Forritið gefur möguleika á að forráðamenn geti „stjórnað“ síma barns síns, þ.e. hægt er að stilla hve lengi barnið er í símanum/snjalltækinu. Ef þú hefur t.d. stillt tækið þannig að barnið geti eytt klukkutíma á dag í símanum og það klárar þann tíma, er möguleiki að bæta við auka tíma allt eftir því hvað foreldri vill gera. Hægt er að láta barnið sinna ákveðnu verkefni til þess að fá lengri tíma, þá getur barnið sent mynd úr þessu forriti til þess að sanna að verkefninu sé lokið.

Hægt er að fylgjast með því hvaða síður barnið er að nota/skoða og hlaða niður nýju efni.

Þannig geta foreldrar stjórnað tækjum barnanna úr sínum síma/tæki óháð því hvar þeir eru staddir. Þetta forrit kostar um 5.ooo kr á ári (dæmi eru um fría notkun). Hægt er að hlaða því niður í nokkur snjalltæki, en aðeins foreldri getur hent forritinu út úr síma barnsins með kóða sem fylgir því.

Verum meðvituð, verum „vonda“ foreldrið og sýnum ábyrgð og takmörkum skjátímann sem börnin okkar fá. Rannsóknir sýna einnig að það er mikill munur á því að horfa á sjónvarpsskjá og skjáinn á snjalltækjum.

​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page