top of page

Nýtt Fréttaskot

Gleðilegt sumar og þakka ykkur fyrir veturinn.

Veturinn er búinn að vera viðburðaríkur og verður lengi í minnum hafður. Við höfum fengið mörg ögrandi viðfangsefni að glíma við, s.s. ótíð og kórónuveirufarald. Faraldurinn er í rénun í íslensku samfélagi. Læknar óttast þó að bakslag geti orðið verði ekki farið að öllu með gát. Faraldurinn virðist ekki leggjast af miklum þunga á börn og ungmenni. Engin smit eru þekkt frá barni til fullorðins. Þær reglur sem nú gilda og breytingar á þeim taka mið af því.

Á þessum tengli er nýtt Fréttaskot til foreldra, það sjöunda í röðinni - https://sites.google.com/gsnbskoli.is/03042020/fr%C3%A9ttaskot-7

​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page