top of page
Search

Sumarlestur

  • Writer: hugrune
    hugrune
  • Jun 6, 2017
  • 1 min read

StartFragmentGrunnskóli Snæfellsbæjar og Bókasafn Snæfellsbæjar hvetja grunnskólabörn í Snæfellsbæ til að lesa í sumar og við hvetjum foreldra til að lesa með þeim. Átakið hefst 6. júní og stendur til 22. ágúst 2017. Til að vera með í sumarlestri þarf að koma á Bókasafn Snæfellsbæjar, fá lestrarpésa og bækur að láni. Það þarf að lesa að minnsta kosti 6 bækur yfir sumarið og gott ef þið lesið fleiri, einnig þarf að fylla út smá umsögn um bókina í lestrarpésann. Þeim nemendum sem taka þátt verður skipt í tvo hópa, nemendur í 1.-4. bekk og 5.-9. bekk. Dregið verður úr skiluðum lestrarpésum og verða iPadar í verðlaun, einn í hvorum flokki! EndFragment

 
 
 

Comments


​Nýjar fréttir
Eldri fréttir

Grunnskóli Snæfellsbæjar

Ennisbraut 11 | 355 Snæfellsbæ

Sími: 4339900 

gsnb(hja)gsnb.is

Opnunartímar:

Hellissandur kl. 8:00 - 16:00

Ólafsvík kl. 8:00 - 16:00

bottom of page