top of page

"Íslenska fánann í öndvegi"


Þann 19. apríl 2017 fengu nemendur í 2. bekk afhentar fánaveifur sem Bandalag íslenskra skáta gaf. Árlega fá öll börn í 2. bekk fánaveifur ásamt fánabæklingi sem uppfræðir börnin og fjölskyldur þeirra um sögu fánans, fánareglur, meðferð fánans og notkun. Íslenski þjóðfáninn er eitt helsta sameiningartákn Íslendinga og stolt okkar og því mikilvægt að börnin okkar læri snemma að umgangast og virða fánann. Verkefnið, sem ber heitið "Íslenska fánann í öndvegi", fór af stað á 50 ára lýðveldisafmæli Íslands 1994 og fengu þá öll grunnskólabörn íslenska fánaveifu. Frá árinu 1998 hefur skátahreyfingin gefið nemendum 2. bekkjar í grunnskólum landsins íslenska fánaveifu. EndFragment

​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page