

Tröllaheimsókn í þjóðgarðsmiðstöðina
Myndmenntahópur 1. bekkjar fór í heimsókn í þjóðgarðsmiðstöðina þar sem Ragnhildur þjóðgarðsvörður tók á móti hópnum og sagði þeim frá tröllum og fræddi þau um sýninguna sem verður opnuð 22. nóvember. Heimsókn þessi var liður í að 1. bekkur er að vinna að tröllaverkefni ásamt því að kynna sér þjóðgarðsmiðstöðina og það sem hún hefur upp á að bjóða. Opnun sýningarinnar í þjóðgarðsmiðstöðinni verður laugardaginn 22. nóvember klukkan 14:30 og er tilvalin fyrir fjölskyldur að fa


Starfamessa
Nemendur í 9. og 10. bekk fóru í Starfamessu í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði þann 30. september síðastliðinn. Þar voru um fjörutíu fyrirtæki og stofnanir af Vesturlandi með kynningu á starfsemi sinni. Markmið með Starfamessu er fyrst og fremst að kynna námsframboð og fjölbreytt atvinnutækifæri á Vesturlandi. Starfamessan var vel sótt og nemendur fóru ánægðir heim, margs vísari um framtíðina.


Félag íslenskra myndmenntakennar í heimsókn
Síðasta föstudag kom hópur myndmenntakennara í heimsókn til að kynna sér myndmenntakennslu og listaverk í Snæfellsbæ. Þau nutu leiðsagnar Ingu Harðardóttur myndmenntakennara og að lokinni kynningu á myndmenntakennslu við Grunnskóla Snæfellsbæjar og skoðun skólans var farið í listagöngu um Hellissand þar sem helstu listaverk voru skoðuð með innliti í Salportið hjá Steingerði og Árna, Himinbjörg/3veggi, þar sem Ragnheiður og Bjarni tóku á móti okkur, Spaghettikirkjunnar og...


Kennsla í valgreinum hafin
Nemendur í 8. - 10. bekk eru byrjuð í valgreinum. Þar kennir ýmissa grasa – vinnan farin af stað og margt spennandi og skemmtilegt í...


















