20.03.2020

Skólar, leikskólar og íþróttafélög hafa skipulagt vandlega fyrirkomulag næstu daga og vikur til að fara eftir fyrirmælum heilbrigðisráðherra um takmarkanir á skólastarfi og samkomum.

Það er mikilvægt að forráðamenn barna dragi á sama tíma úr fjölda einstaklinga í tengslaneti barna sinna utan skólatíma til að vinna ekki gegn þessum ráðstöfunum. Gott er að hafa eftirfarandi í huga:

  • Skólafélagar sem ekki eru í sama hópi í skólastarfinu ættu ekki að vera í návígi utan skóla.

  • Hafi börnin þroska til að fara eftir leiðbeinin...

20.03.2020

Góðan daginn

Þetta er þriðji dagurinn við kennum eftir breyttu skipulagi sem unnið var í kjölfar þess að heilbrigðisráðherra virkjaði heimildir sóttvarnalaga, sem felur m.a. í sér að skólahald verður takmarkað tímabundið.

Í dag erum við búin að skipta starfsmannahópnum upp í 16 teymi sem eru með 16 kaffistofur. Tveir til þrír starfsmenn koma að hverjum bekk en fara ekki á milli bekkja né starfstöðva. Er þetta gert til að koma í veg fyrir hugsanlegt krosssmit.

Sunnandeildin á Lýsu hefur ekki þurft að breyta miklu í sínu skipulag...

17.03.2020

Skólabíll keyrir ekki á milli Hellissands og Ólafsvíkur í morgunsárið. Þeir nemendur í 1.-4. bekk sem búa á Hellissandi og Rifi mæta í skólann á  Hellissandi, nemendur í Ólafsvík í 1.-4. bekk eru heima. Þeir nemendur í 5.-10. bekk sem búa í Ólafsvík á mæta í skólanní Ólafsvík, nemendur sem búa á Hellissandi eða Rifi í 4.-10. bekk eru heima.

Staðan verður endurskoðuð kl 10:00

13.03.2020

Snæfellsbær hefur ákveðið að mánudaginn 16.mars verði starfsdagur í leik- og grunnskóla til þess að stjórnendur og starfsmenn geti skipulagt skólastarfið sem best á þessu tímabili sem takmörkun á skólahaldi í leik- og grunnskólum landsins nær til.

Starfsdagur þýðir að starfsfólk mætir til vinnu en nemendur grunnskóla mæta ekki í skólann mánudaginn 16. mars.

Foreldrar leik- og grunnskólabarna eru beðnir um að fylgjast vel með upplýsingum sem birtast um helgina og á mánudaginn, m.a. á vefsíðu Snæfellsbæjar, Grunnskóla Snæfellsbæ...

09.03.2020

Sl. föstudag lýsti ríkislögreglustjóri yfir neyðarstigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni vegna sýkinga af völdum kórónaveiru, COVID-19.

Embætti Landlæknis  hefur gefið út leiðbeiningar fyrir einstaklinga með áhættuþætti fyrir alvarlegri sýkingu COVID-19. Þessar leiðbeiningar eru aðgengilegar hér . Í þessum leiðbeiningum er að finna upplýsingar fyrir aldraða, börn og einstaklinga með hjartasjúkdóma/háþrýsting, sykursýki, langvinna lungnateppu, langvinna nýrnabilun og krabbamein óháð aldri.

05.03.2020

Nýverið var tekið í notkun nýtt hljóðver í Grunnskóla Snæfellsbæjar. Í hljóðverinu verður hægt að taka upp efni í kennslu og þáttagerð, ásamt því að þar mun útvarp GSNB verða sent út í framtíðinni. Það var Kári Rafnsson, húsvörður við skólann, sem klippti á borðann og vígði þannig hljóðverið sem fékk nafnið Kára-studio. Var það vel við hæfi þar sem hann hefur undanfarna mánuði unnið að því að útbúa hljóðverið, hljóðeinangra og innrétta, til að hægt væri að setja upp þau tæki og tól sem til þarf. Benni í Radio.is sá um uppset...

03.03.2020

Á hverju skólaári eru haldnar árshátíðir fyrir nemendur í Grunnskóla Snæfellsbæjar. Þar gefst nemendum tækifæri til að vinna að verkefnum sem þjálfa framkomu, samvinnu, framsögn og sköpun sem eru mikilvægir þættir í skólastarfi.

Árshátíð 5.-7. bekkjar var haldin fimmtudaginn 20. febrúar í Félagsheimilinu Klifi. Nemendur fluttu leikritið Blái hnötturinn eftir Andra Snæ Magnason en söngtextar og lög eru eftir Kristjönu Stefánsdóttur en um undirleik á sýningunni sá Evgeny Makeev. Sagan gerist lengst út í geim á Bláum hnetti þar...

03.03.2020

Upplýsingar til foreldra

Ágætu foreldrar / forráðamenn

Í ljósi þess að nú hefur hættustigi almannavarna verið lýst yfir vegna COVID-19 kórónaveirunnar áréttar almannavarnadeild ríkislögreglustjóra mikilvægi þess að allir fylgi leiðbeiningum sóttvarnarlæknis. Nýjustu upplýsingar eru ávallt að finna á vef Landlæknisembættisins: www.landlaeknir.is

Foreldrar eru beðnir um að fylgjast reglulega með nýjustu upplýsingum um þau svæði sem skilgreind eru sem hættusvæði. Ef börn eða fjölskyldur þeirra ferðast um þau svæði, þurfa þau fara...

03.03.2020

Árlegt öskudagsball 1. – 4. bekkjar var haldið í síðustu viku. Kötturinn var sleginn úr tunnunni eins og venja er. 1. og 2. bekkur höfðu eina tunnu en 3. og 4. bekkur höfðu aðra tunnu. Tunnudrottning 1. – 2. b var Embla Eik Rögnvaldsdóttir og í 3. – 4.b. var Friðrika Rún Þorsteinsdóttir. Að þessu loknu var dansað og foreldrafélagið gaf börnunum popp og svala og allir fóru glaðir heim í lok skóladags,

Please reload

GAGNLEGT

VIÐBURÐARDAGATAL

VERKEFNI

ÝMISLEGT

Fræðsluhefti

- góð ráð til foreldra -

Grunnskóli Snæfellsbæjar

Ennisbraut 11 | 355 Snæfellsbæ

Sími: 4339900 

gsnb(hja)gsnb.is

Opnunartímar:

Hellissandur kl. 7:50 - 16:00

Ólafsvík kl. 7:45 - 16:00