

Bókaveisla í Klifi
Miðvikudaginn 3. desember kl. 20:00 munu nemendur í 10. bek k Gsnb kynna eftirtalda höfunda: Gunnar Theodór Eggertsson Kristín Svava Tómasdóttir Einar Kárason Vera Illugadóttir Höfundarnir munu lesa upp úr nýjustu bókum sínum og árita þær á staðnum. Þetta er frábært tækifæri til að komast í jólaskapið, hlýða á góðan upplestur og hitta höfunda. Allir velkomnir


Dagur eineltis
8. nóvember er tileinkaður einelti ár hvert. Markmið með deginum er að efla fræðslu, umræðu og jákvæð samskipti í skólasamfélaginu. Nemendur unnu fjölbreytt verkefni í tilefni dagsins. Í 1. bekk lærðu nemendur um eineltishringinn og hlutverk allra í hringnum og fyrir hvað þeir standa. Að umræðum loknum teiknuðu nemendur hendurnar sínar og skrifuðu á þær jákvæð orð.


Fernuflug
Úrslit í Fernuflugi, ljóða- og textasamkeppni Mjólkursamsölunnar, voru kynnt föstudaginn 14. nóvember en miðast að jafnaði við Dag íslenskrar tungu. Unglingadeildum grunnskóla bauðst að taka þátt í samkeppninni en þema hennar var „Hvað er að vera ég“. Diljá Fannberg Þórsdóttir í 10. bekk vann til verðlauna fyrir sitt frábæra ljóð sem verður eitt fjölmargra nýrra ljóða sem birtast á mjólkurfernum á næsta ári. Bestu hamingjuóskir til Diljár.


Sögusamkeppni
Verðlaunaafhending fyrir Sögusamkeppni 1.- 4. bekkjar í tilefni af Degi íslenskrar tungu fór fram föstudaginn 14. nóvember. Verðlaunahafar voru, Herdís Hulda Smáradóttir í 1. bekk fyrir söguna Týndi dropinn Hildur Líf Emanúelsdóttir í 2. bekk fyrir söguna Rósa fer í fjöruna Elísabet Móey Aronsdóttir í 3. bekk fyrir söguna Villi vampíra fer á ball Harpa Karen Orradóttir í 4. bekk fyrir söguna Hræðileg hrekkjavaka Anna Veronika Smáradóttir í 3. bekk fékk hvatningaverðlaun fyrir


Piparkökudagur
Ekki þarf að skrá sig, heldur mætir hver og einn á þeim tíma og á þann stað sem hann óskar. Fjölskyldan mætir í skólann með svuntur, kökukefli, piparkökumót, spaða, kökubox og góða skapið. Hver skammtur af kökudeigi kostar 500 kr. Boðið verður upp á glassúr til að skreyta með og gott er að koma með ofnskúffu til að setja piparkökurnar í á meðan glassúrinn er að þorna. Bekkjaráð sér um baksturinn og aðstoðar eftir þörfum. Boðið verður upp á kaffi og djús. Sjáumst í jólaskapi!


Svakalega lestrarkeppnin
Nemendur í 1.-7. bekk tóku þátt í 30 daga lestrarátaki, Svakalegu lestrarkeppninni. 90 skólar af öllu landinu tóku þátt í keppninni og lentum við í 13. sæti. Hver nemandi las að meðaltali í 967 mínútur. Í upphafi skólaárs tók GSnb í notkun skráningarforritið Læsir (app) sem er notað til að halda utan um lestur nemenda í 1.-7. bekk, bæði heima og í skólanum. Læsir hélt utan um mínútufjölda í lestri og hlustun í lestrarkeppninni. Lestur er eitt af áhersluatriðum þessa skóla














