01.06.2020

Útskrift nemenda í 10. bekk, norðan Heiðar verða í Klifi fimmtudaginn 4. júní kl. 18:00. Með forráðamönnum

  • Foreldrar þurfa að senda Lilju deildarstjóra (lilja@gsnb.is) tölvupóst með upplýsingum um hversu margir koma með hverjum nemanda.

  • Í Klifi sitja aðstandendur nemenda saman við borð.

  • Léttar veitingar (konfekt og kaffi) verða í boði skólans.

  • Nemendur kvaddir með nokkuð hefðbundu sniði.

  • Gert er ráð fyrir að athöfnin standi í um eina klukkustund.

Skólaslit nemenda 1. - 10. bekkjar, norðan Heiðar fara...

01.06.2020

Í maí voru lesfimipróf Menntamálastofnunar lögð fyrir í öllum bekkjum skólans. Reynslan sýnir okkur að yfir sumartímann dregur, jafnvel verulega, úr þeirri hæfni sem nemendur hafa náð í lestri að vori. Það getur tekið langan tíma að vinna upp lestrarhraðann og því minnum við á mikilvægi sumarlesturs. Í ár verður sumarlesturinn í formi lestrarpóstkorts fyrir 1.-4. b. og 5.-9. b. þar sem áhersla er á lestur. Þá ætlum við að hafa lestrarkeppni á milli bekkjanna, þ.e. hvaða bekkur nær að lesa flestar blaðsíður í sumar, og fær sá...

01.06.2020

Eitt af verkefnum Átthagafræðinnar í GSnb er svokallað Búðaverkefni sem tilheyrir námskrá 8. bekkjar. Um er að ræða samvinnuverkefni Grunnskólans, Soroptimistaklúbbs Snæfellsness, Svæðisgarðsins Snæfellsness, Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls og Hótels Búða. Nemendum er boðið í sögugöngu og strandhreinsun um friðlandið á Búðum. Þeir njóta sagnasnilli Ragnhildar Sigurðardóttur frá Svæðisgarðinum um sögu Búða, náttúruperlur á svæðinu, Axlar Björn og Guðríði Þorbjarnardóttur víðförlustu konu heims og fleira. Auk þess fá nemendur kynn...

01.06.2020

Í vor fór 5.bekkur út að tína rusl á og við Sáið

. Mikið af rusli var sett í poka og kom krökkunum sérstaklega á óvart hve mikið var af sígarettustubbum. Þau höfðu einnig orð á því að þessir stubbar voru á sama stað og í fyrra þannig að eitthvað þurfa þessir stubba eigendur að hugsa sinn gang.

Á ruslarölti sínu fundu þau merktan fugl. Á þessum fugli, sem lítið var eftir af annað en beinagrindin, voru tvö merki. Nemendur sendu bréf á með upplýsingum og myndum af merkjunum til Náttúrufræðistofnunnar Íslands þar sem þau báðu einn...

29.05.2020

Komið er út nýtt Fréttaskot 

og það síðasta á þessu skólaári. Í því eru upplýsingar um skólaslit, útskrift tíundu bekkinga, sumalestur, upplýsingar um opnunartími Bókasafns Snæfellsbæjar sumarið 2020 og fréttir úr skólastarfinu.

Hægt er að nálgast Fréttaskotið á þessum tengli - https://sites.google.com/gsnbskoli.is/03042020/fr%C3%A9ttaskot-9

19.05.2020

Minnum á að á föstudaginn 22. maí

 er frí í skólanum - njótið samverunnar, mætum kát og hress til starfa á mánudaginn.

30.04.2020

Mánudaginn 4. maí hefst skólastarf samkvæmt stundaskrá. Sundkennsla og kennsla í list- og verkgreinum hefjast að nýju, reglur í skólabíl fara í fyrra horf, Skólabær og mötuneytið opna á ný.

Nokkrir punktar sem við þurfum að gæta vel að

    Halda fullorðnum innan við 50 í hverju rými, starfsfólki og gestum.

    Það séu 2 m á milli fullorðna

    Engar fjöldatakmarkanir gilda um nemendur

    Aðgengi að skólanum er takmarkað, gestir velkomnir en þeir láti vita af komu sinni og panti tíma.

Sjá ná...

27.04.2020

Þriðjudaginn 28. apríl og fimmtudaginn 30. apríl verði „Heimaskóli“ hjá 8.-10. bekk í GSnb, norðan Heiðar. Miðvikudaginn 29. apríl verður sama fyrirkomulag hjá 7. bekk, norðan Heiðar.

Það liggja aðallega tvær ástæður að baki þessari ákvörðun, báðar þess eðlis að við viljum nýta á jákvæðan hátt þær aðstæður sem uppi eru í samfélaginu vegna Covid-19. Annars vegar að flestir aðrir skólar í landinu hafa verið með fjarnám/heimaskóla á unglingastigi að einhverju eða öllu leyti, hins vegar að gott er fyrir okkur að prófa þessa leið...

24.04.2020

Gleðilegt sumar og þakka ykkur fyrir veturinn.

Veturinn er búinn að vera viðburðaríkur og verður lengi í minnum hafður. Við höfum fengið mörg ögrandi viðfangsefni að glíma við, s.s. ótíð og kórónuveirufarald. Faraldurinn er í rénun í íslensku samfélagi. Læknar óttast þó að bakslag geti orðið verði ekki farið að öllu með gát. Faraldurinn virðist ekki leggjast af miklum þunga á börn og ungmenni. Engin smit eru þekkt frá barni til fullorðins. Þær reglur sem nú gilda og breytingar á þeim taka mið af því. 

Á þessum tengli er nýtt F...

Please reload

GAGNLEGT

VIÐBURÐARDAGATAL

VERKEFNI

ÝMISLEGT

Fræðsluhefti

- góð ráð til foreldra -

Grunnskóli Snæfellsbæjar

Ennisbraut 11 | 355 Snæfellsbæ

Sími: 4339900 

gsnb(hja)gsnb.is

Opnunartímar:

Hellissandur kl. 7:50 - 16:00

Ólafsvík kl. 7:45 - 16:00