16.09.2020

Dagur íslenskrar náttúru er haldinn hátíðlegur 16. september ár hvert en þar sem spáði betra veðri degi fyrr, þá plöntuðu nemendur í 6. og 9. bekk í skógræktarsvæði skólans í Mjóadal í Ólafsvík, þriðjudaginn 15. september. Plantað var 670 birkiplöntum efst í dalnum. Nemendur stóðu sig frábærlega, gengu rösklega til verks og vönduðu sig við gróðursetninguna.

Forverar skólans tóku þátt í Yrkjuverkefninu frá upphafi en sjóðurinn byrjaði að kosta plöntur til skólabarna árið1992. Hér að neðan eru upplýsingar um gróðursetningar Yrk...

14.09.2020

Sjálfmatsskýrsla skólans fyrir síðasta skólaár er komin á heimasíðu skólans, sjá https://www.gsnb.is/sjalfsmat

Tilgangurinn með sjálfsmati skóla er fyrst og fremst vera umbótamiðað, þ.e. greina stöðuna, finna hvað vel er gert og hvað má betur fara, vinna áætlun um úrbætur og hrinda henni í framkvæmd.

Samkvæmt greinum 35 og 36 í Lögum um grunnskóla frá 2008, ber öllum grunnskólum að framkvæma innra mat. Tilgangur þess er að kanna hvort markmiðum skólans hefur verið náð, greina sterka og veika þætti í skólastarfinu og skapa þann...

04.09.2020

Í upphafi þessa skólaárs eru 227 nemendur skráðir í skólann í 17 bekkjardeildum og á þrem starfstöðvum. Af þessum 227 nemendum eru 122 nemendur skráðir í skólann í Ólafsvík, 80 á Hellissandi og 25 nemendur í Lýsuhólsskóla en þar af er reiknað með 8 nemendum í leikskóla. Starfsmenn skólans eru 68 talsins í mun færri stöðugildum auk skólabílstjóra en þeir eru hinir sömu og hafa verið undanfarin ár.
Við erum að upplifa mjög sérstaka tíma og erum á því stigi sem kallast hættustig almannavarna þar sem við þurfum að huga mjög vel...

19.08.2020

Grunnskóli Snæfellsbæjar verður settur mánudaginn 24. ágúst. Fer hún fram í sölum starfstöðvanna og síðan hitta nemendur umsjónarkennara sína.

Vegna Covid-19 ráðstafana er ekki æskilegt foreldrar fylgi börnum sínum á skólasetninguna.
 

01.06.2020

Útskrift nemenda í 10. bekk, norðan Heiðar verða í Klifi fimmtudaginn 4. júní kl. 18:00. Með forráðamönnum

  • Foreldrar þurfa að senda Lilju deildarstjóra (lilja@gsnb.is) tölvupóst með upplýsingum um hversu margir koma með hverjum nemanda.

  • Í Klifi sitja aðstandendur nemenda saman við borð.

  • Léttar veitingar (konfekt og kaffi) verða í boði skólans.

  • Nemendur kvaddir með nokkuð hefðbundu sniði.

  • Gert er ráð fyrir að athöfnin standi í um eina klukkustund.

Skólaslit nemenda 1. - 10. bekkjar, norðan Heiðar fara...

01.06.2020

Í maí voru lesfimipróf Menntamálastofnunar lögð fyrir í öllum bekkjum skólans. Reynslan sýnir okkur að yfir sumartímann dregur, jafnvel verulega, úr þeirri hæfni sem nemendur hafa náð í lestri að vori. Það getur tekið langan tíma að vinna upp lestrarhraðann og því minnum við á mikilvægi sumarlesturs. Í ár verður sumarlesturinn í formi lestrarpóstkorts fyrir 1.-4. b. og 5.-9. b. þar sem áhersla er á lestur. Þá ætlum við að hafa lestrarkeppni á milli bekkjanna, þ.e. hvaða bekkur nær að lesa flestar blaðsíður í sumar, og fær sá...

01.06.2020

Eitt af verkefnum Átthagafræðinnar í GSnb er svokallað Búðaverkefni sem tilheyrir námskrá 8. bekkjar. Um er að ræða samvinnuverkefni Grunnskólans, Soroptimistaklúbbs Snæfellsness, Svæðisgarðsins Snæfellsness, Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls og Hótels Búða. Nemendum er boðið í sögugöngu og strandhreinsun um friðlandið á Búðum. Þeir njóta sagnasnilli Ragnhildar Sigurðardóttur frá Svæðisgarðinum um sögu Búða, náttúruperlur á svæðinu, Axlar Björn og Guðríði Þorbjarnardóttur víðförlustu konu heims og fleira. Auk þess fá nemendur kynn...

01.06.2020

Í vor fór 5.bekkur út að tína rusl á og við Sáið

. Mikið af rusli var sett í poka og kom krökkunum sérstaklega á óvart hve mikið var af sígarettustubbum. Þau höfðu einnig orð á því að þessir stubbar voru á sama stað og í fyrra þannig að eitthvað þurfa þessir stubba eigendur að hugsa sinn gang.

Á ruslarölti sínu fundu þau merktan fugl. Á þessum fugli, sem lítið var eftir af annað en beinagrindin, voru tvö merki. Nemendur sendu bréf á með upplýsingum og myndum af merkjunum til Náttúrufræðistofnunnar Íslands þar sem þau báðu einn...

29.05.2020

Komið er út nýtt Fréttaskot 

og það síðasta á þessu skólaári. Í því eru upplýsingar um skólaslit, útskrift tíundu bekkinga, sumalestur, upplýsingar um opnunartími Bókasafns Snæfellsbæjar sumarið 2020 og fréttir úr skólastarfinu.

Hægt er að nálgast Fréttaskotið á þessum tengli - https://sites.google.com/gsnbskoli.is/03042020/fr%C3%A9ttaskot-9

Please reload

GAGNLEGT

VIÐBURÐARDAGATAL

VERKEFNI

ÝMISLEGT

Fræðsluhefti

- góð ráð til foreldra -

Grunnskóli Snæfellsbæjar

Ennisbraut 11 | 355 Snæfellsbæ

Sími: 4339900 

gsnb(hja)gsnb.is

Opnunartímar:

Hellissandur kl. 8:00 - 16:00

Ólafsvík kl. 8:00 - 16:00