31.05.2016

Í dag fór 9.bekkur í Átthagaferð hringinn í kringum Snæfellsjökul og voru í hlutverki leiðsögumanna. Nemendur fóru yfir jarðfræði eldstöðvakerfis Snæfellsjökuls og Bárðarsögu Snæfelláss. Á meðan fræðslan fór fram skráðu nemendur hjá sér nokkra fróðleiksmola. Hér er sýnishorn nokkurra þeirra; 
Ólafsvíkurenni er 418 m að hæð.
Væjuhraun er yngsta hraunið við Snæfellsjökul. 
Prestahraun kom úr Rauðhólum.
Móðulækur rennur niður Eysteinsdalinn.
Saxhólar: Litli Saxhóll (syðri gigurinn)er 109 m að hæð og Stóri Saxhóll er 125 m að hæ...

13.05.2016

Í dag héldu nemendur 9. bekkjar, sem eru í eðlisfræðivali og margmiðlunarvali, menntabúðir fyrir 1. - 4. bekk. Nemendum yngsta stigs var skipt í litla hópa og fékk hver hópur að fara á allar stöðvarnar sjö þar sem m.a. var hægt að skoða risaeðlur, rússíbana, gera myndband, kveikja ljós á peru með ýmsum aðferður, fjarstýra bíl með iPad, spila tölvuleik með banana og fleira.

12.05.2016

Undanfarnar vikur hafa nemendur 4. bekkjar verið að vinna með sögugerð á fjölbreyttan hátt. Í dag sömdu nemendur sögur og notuðu LEGO Education kubba. Hver hópur fékk þrjár legoplötur, eina fyrir upphaf sögunnar, aðra fyrir miðju og þriðju fyrir endi. Nemendur sögðu svo hver öðrum söguna sína og notuðu lampa sem varpar myndinni upp á skjá í kennslustofunni.

28.04.2016

Nemendur í 5. bekk áttu mjög skemmtilegan Mystery Skype fund við 12 ára á Spáni í morgun. Við vorum fyrri til að fatta hvar í heiminum hinn hópurinn er staðsettur, nánar tiltekið í Barcelona á Spáni.

19.04.2016

Nemendur 4. bekkjar eru að læra um hafið en það er eitt af markmiðum átthagafræði skólans. Í dag fóru þeir í heimsókn í Sjávarrannsóknarsetrið Vör. Þar var vel tekið á móti þeim og eftir áhugasama skoðun fengu þeir ljúffengar veitingar.

15.04.2016

Stóru upplestrarkeppninni í 7. bekk á Snæfellsnesi lauk formlega í gær með lokahátíð sem haldin var í Grundarfjarðarkirkju. Markmiðið með keppninni er að leggja rækt við vandaðan upplestur.

Fulltrúar skólanna þriggja sem lásu í gær stóðu sig allir með sóma og var ánægjulegt að hlusta á þá. Nemendur okkar skóla í keppninni voru þau Gylfi Snær Aðalbergsson, Jóhanna Magnea Guðjónsdóttir og Minela Crnac.

Stóðu þau sig öll vel, lásu skýrt og áheyrilega. Úrslitin fóru á þann veg að Jóhanna Magnea varð í fyrsta sæti, Minela í öðru sæ...

Please reload

GAGNLEGT

VIÐBURÐARDAGATAL

VERKEFNI

ÝMISLEGT

Fræðsluhefti

- góð ráð til foreldra -

Grunnskóli Snæfellsbæjar

Ennisbraut 11 | 355 Snæfellsbæ

Sími: 4339900 

gsnb(hja)gsnb.is

Opnunartímar:

Hellissandur kl. 7:50 - 16:00

Ólafsvík kl. 7:45 - 16:00