top of page

Verkefnaver

Byggir á samvinnu við greina- og bekkjarkennara . Bekkir fá úthlutað tímum eftir óskum kennara og  með hliðsjón af þörfum nemendahópsins. Stundataflan í verkefnaveri er sveigjanleg og hægt að hliðra til vegna sérverkefna. 


Bekkjum er skipt í námshópa og þeir vinna undir stjórn kennara í verkefnaveri eða koma og vinna sjálfstætt að ýmsum verkefnum. Námshóparnir eru fjölbreytilegir og ekki miðaðir út frá námsgetu en verkefni miðuð við að nemendur fái verkefni við hæfi, hvort sem þeir eiga í örðugleikum með nám eða eru bráðgerir.


Verkefnaver er hugsað til að brjóta upp hefðbundna bekkjarkennslu og nýta fjölbreyttar kennsluaðferðir s.s útikennslu, vettvangsferðir og verklega nálgun á viðfangsefnin. Í verkefnaveri eru skipulagðir leshópar, lestrarátök og lestrarpróf í samvinnu við bekkjarkennara. Þar eru unnin ólík verkefni á sama tíma, þar sem tveir kennarar geta verið þar á sama tíma með ólíka námshópa.

bottom of page