top of page
20240605_092006.jpg

Rýmingaráætlun

 

Hlutverk starfsfólks
 

Kennarar: Bera ábyrgð á sínum hópi/bekk.  Kennarar skulu taka með sér nemendalista og rauð og græn spjöld sem hanga við/á hurð í kennslustofum.  Verkgreinakennarar verða að taka með sér  kladda  þegar þeir yfirgefa skólann. 
 

Starfsfólk án kennsluskyldu: Aðstoðar við rýmingu á sínu svæði, heldur hurðum opnum, aðgætir WC, öll rými og skot.

Stuðningsfulltrúar: Bera ábyrgð á sínum skjólstæðingum. 
 

Skólastjórnendur, húsverðir og ritari: Hafa yfirsýn, tryggja að hringt sé strax á slökkviliðið 112 og veita upplýsingar þegar það kemur að skólanum. Hafa starfsmannalista tiltækan.

 

Hættuástand
 

Ef viðvörunarbjallan hringir og þagnar og fer ekki aftur í gang er um bilun eða gabb að ræða. Hringi hún aftur viðstöðulaust skal rýma skólann. 
 

1. Þegar nemendur yfirgefa sína stofu, á að skilja öll gögn eftir s.s. skólatöskur, yfirhafnir og aðrar eigur. 
 

2. Nemendur mynda einfalda röð í fylgd með kennara sínum. Kennarinn skal fara fyrir hópnum og ef annar fullorðinn er til staðar skal sá vera síðastur og passa hópinn (annars verður kennari að skipa einn nemenda). 
 

3. Hver bekkur notar þann útgang sem næstur er, ekki skal farið í útiskó. Ef ekki er hægt að nota þann útgang skal fara að þeim sem næstur er og er greiðfær (sbr. kort).
 

4. Geti bekkur ekki yfirgefið sína stofu, skal gera viðvart með öllum tiltækum ráðum, hringja í neyðarlínuna, setja föt út um glugga og gera aðvart með hrópum út um glugga. 
 

5. Kennarar fara með nemendur á sparkvöllinn eða önnur safnsvæði þar sem mynda skal bekkjarraðir.
 

6. Kennari skal taka manntal eins fljótt og hægt er og láta vita með því að lyfta upp rauðu spjaldi ef einhvern nemenda vantar.  Annars lyftir hann upp grænu spjaldi.
 

7. Skólastjórnendur og ritari fara yfir starfsmannalista og kanna hvort allt starfsfólk hefur skilað sér.

bottom of page