Viðbrögð við vá
Neyðar- og öryggisáætlun fyrir Grunnskóla Snæfellsbæjar
1. Hvernig á að bregðast við hættuástandi. Samband við 112 neyðarlínuna.
Ef það er mat starfsfólks að hættuástand myndist skal það gefa HLJÓÐMERKI sem gefur til kynna að rýma skuli skólann.
Til hættuástands getur flokkast eldsvoði, jarðskjálfti, sprengjuhótun eða annað sem ástæða þykir að rýma skólann útaf.
2. Hvernig ætlum við að flýja húsnæðið þegar hætta steðjar að?
Hver kennari er ábyrgur fyrir þeim hópi sem hann er að kenna þegar hættuástand verður. Hann skal sjá til þessa að rýmingaráætlun sé fylgt við rýmingu skólans (sbr. rýmingaráætlun).
3. Skráning starfsmanna og nemenda?
Skólastjórnendur, ásamt ritara, fara yfir starfsmannaskrár og hver kennari er ábyrgur fyrir sínum hópi.
4. Söfnunarsvæði utan dyra?
Þegar búið er að boða nemendum að yfirgefa skólann skulu þeir safnast saman á sparkvöllum, leiksvæðum eða bílastæðum starfsstöðva. Manntal skal tekið eins fljótt og auðið er.
5. Annað húsaskjól? Önnur úrræði?
Hægt að nota íþróttahúsin, skólabíla eða félagsheimilin.
6. Hættuleg efni innandyra?
Gaskútar í járnsmíði, (ekki hættuleg efni í náttúrufræðistofu).
7. Aðhlynning þeirra sem þurfa (andleg / líkamleg)
Hægt að nota íþróttahúsin, félagsheimilin eða skólabíla.
Skólastjóri hefur samband við:
-
Heilsugæslustöð - 112
-
Sóknarprest / sálfræðing skólans.
-
Rauðakrossdeild.
-
Björgunarsveit sími – 112.
-
Skólabílstjóra: Hafþór s. 896-6328, Agnar s. 895-6816