Námsmat skólans og vitnisburðarkerfi
Í Grunnskóla Snæfellsbæjar er leitast við að hafa námsmat sem fjölbreyttast. Mikilvægt er að hver einstaklingur fái að njóta sín sem best, því þarf námsmat að taka á sem flestum þáttum skólastarfsins. Námsáætlanir skulu vera sýnilegar og vægi námsþátta skilgreint innan hverrar námsgreinar.
Skólaárinu er skipt í tvær námslotur, haustönn og vorönn. Í lok vorannar eru yfirlitspróf í íslensku (stafsetning, málfræði, ritun og lesskilningur) og stærðfræði. Prófað er í ensku og dönsku í 7.-10. bekk. Hraðlestrarpróf eru lögð fyrir nemendur í 1.-4. bekk og í 5.-7. bekk. Nemendur sem hafa náð 8.0 í hraðlestri fara einnig í framsagnarpróf að vori. Allir nemendur í 7., 8. og 9. bekk fara í framsagnarpróf að vori. Nemendur fá prófseinkunn í fyrrgreindum fögum. Skólaeinkunn (fjölbreytt námsmat) er gefin í öllum námsgreinum í lok annar. Skólaeinkunn liggur fyrir áður en annarpróf eru lögð fyrir nemendur.
Tilgangur námsmats er að sýna námslega stöðu einstaklings, vera til upplýsinga um nám og kennslu, eftirfylgdar áætlana, sýna framfarir nemenda og greina sérþarfir.
Helstu námsmatsaðferðir eru:
1. Skrifleg próf ; fjölbreyttar spurningagerðir,
2. styttri kannanir/símat; sömu matsaðferðir og í 1. lið,
3. heimapróf,
4. munnleg próf,
5. mat á verkefnavinnu (ritgerðir, vinnubækur, verkefnaskil o.fl.),
6. ástundun (vinnubrögð, vinnusemi, framkoma, virkni),
7. matslistar; staðlaðir og óstaðlaðir,
8. jafningjamat, sjálfsmat.