

Skapandi skrif
Nú á haustdögum fengum við Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur, rithöfund og teiknara, í heimsókn. Hún var með námskeið um skapandi skrif fyrir nemendur í 3. – 7. bekk. Markmið námskeiðsins var að auka áhuga barna á lestri bóka og ritun. Hún fékk góð viðbrögð frá nemendum og skildi hún eftir hugleiðingar um mikilvægi lesturs fyrir nemendur sem sendar voru til foreldra á þrem tungumálum, þ.e. íslensku, pólsku og ensku. Menntamálastofnun og Samtök íslenskra barna- og unglingabókahöfund


Sjálfsmat
Tilgangurinn með sjálfsmati skóla er fyrst og fremst að vera umbótamiðað, þ.e. greina stöðuna, finna hvað vel er gert og hvað má betur fara, vinna áætlun um úrbætur og hrinda henni í framkvæmd. Skólar geta valið hvaða aðferðum þeir beita í sjálfsmatsvinnunni. Ákveðin viðmið, sem skólum er ætlað að uppfylla í sjálfsmatsvinnunni, eru gefin út á vegum ráðuneytisins svo og leiðbeiningar um sjálfsmat. Til að mat teljist uppfylla viðmið laga þarf það að vera formlegt, altækt, áreið


Tölvu- og skjáfíkn
Í byrjun október fengum við við góða heimsókn frá Mikils virði, þær Guðrúnu Katrínu Jóhannesdóttur félagsfræðing og Lovísu Maríu Emilsdóttur félagsráðgjafa. Þær voru með námskeið um tölvu- og skjánotkun barna. Byrjuðu þær á því að hitta nemendur í 7.- 10. bekk og ræddu m.a. um þann tíma sem þeir verðu fyrir framan skjái, tölvu- og skjáfíkn, að vera besta útgáfan af sjálfum sér, mikilvægi þess að þeir gerðu sér grein fyrir við hverja þeir væru að spila og að það sem þeir settu