top of page
IMG_0116.JPG

Agamál

Skólareglur Grunnskóla Snæfellsbæjar byggja á fyrirliggjandi greinum í grunnskólalögum nr. 91/2008 en þar segir í  14. grein.

„Nemendur bera ábyrgð á eigin námi og framkomu sinni og samskiptum með hliðsjón af aldri og þroska.  Nemendum ber að hlíta fyrirmælum kennara og starfsfólks grunnskóla í öllu því sem skólann varðar, fara eftir skólareglum og fylgja almennum umgengnisreglum í samskiptum við starfsfólk og skólasystkini“.

Jafnframt segir í reglugerð um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskóla (nr. 1040/2011):

4. grein. Nemendur:

Nemendur skulu sækja grunnskóla nema veikindi eða önnur forföll hamli.

Nemendur bera ábyrgð á eigin námi, framkomu sinni, háttsemi og samskiptum við skólasystkin og starfsfólk skóla, þ.m.t. rafrænum samskiptum og netnotkun með hliðsjón af aldri og þroska.

Nemendur eiga rétt á að láta skoðanir sínar í ljós í málum sem þá varðar og skal tekið réttmætt tillit til skoðana þeirra. Nemendum ber að hlíta fyrirmælum kennara og starfsfólks skóla, fara eftir skólareglum og fylgja almennum umgengnisreglum í samskiptum við starfsfólk og skólasystkin.

Nemanda skal gefinn kostur á að tjá sig ef fundið er að hegðun hans vegna brota á skólareglum.

Skólareglur Grunnskóla Snæfellsbæjar gilda hvar sem nemendur og starfsmenn eru á vegum skólans.  Þær byggja á því grundvallarsjónarmiði að nemendur séu komnir í skólann til þess að læra í friði, sátt og samlyndi við aðra.

Minnt er á að vellíðan í skólanum er á ábyrgð allra sem að starfinu koma, jafnt starfsmanna, nemenda sem og forráðamanna þeirra.

Skólareglur einar og sér geta aldrei orðið marktækar.  Til að skólareglur stuðli að vellíðan skiptir miklu máli að hlutverk hvers og eins séu skýr og fylgi framangreindu markmiði.

Kennarar, starfsmenn og nemendur eru þeir sem sinna daglegum störfum í Grunnskóla Snæfellsbæjar og því eru þau hlutverk sem þeir spila sérstaklega tilgreind hér, áður en kemur að skólareglunum sjálfum.

Hlutverkin eiga að vera sýnileg öllum sem vinna á vinnustaðnum, sem og skólareglur.

bottom of page