top of page
IMG_2758.jpg

Zippy

Námsefnið Zippy er hugsað til að auðvelda börnum að læra að bjarga sér, kljást við vandamál og erfiðar aðstæður. Námsefnið er byggt á þeirri kenningu  að börnin séu stöðugt í samskiptum við annað fólk, fjölskyldur, kennara, vini, nágranna og önnur börn. 

 Í námsefninu er m.a. tekið á:

Tilfinningum, vináttu, breytingum og missi, að tala og hlusta á aðra, leysa vandamál, að hjálpa öðrum og að takast á við erfiðar aðstæður.

Lykilatriðið í námsefninu er að hvetja börn til þess að hjálpa öðrum og veita þeim stuðning, bera virðingu fyrir öðrum, geta sett sig í spor annarra og auka samstarfshæfni. Þau læra að bjarga sér við ýmsar aðstæður og læra að leita til annarra um hjálp.

Grunnskóli Snæfellsbæjar

Ennisbraut 11 | 355 Snæfellsbæ

Sími: 4339900 

gsnb(hja)gsnb.is

Opnunartímar:

Hellissandur kl. 8:00 - 16:00

Ólafsvík kl. 8:00 - 16:00

bottom of page