top of page
IMG_0255.JPG

Jafnrétti og mannréttindi

Það er stefna Grunnskóla Snæfellsbæjar að gætt sé jafnréttis starfsmanna og að hver einstaklingur sé metinn á eigin forsendum án tillits til kyns, trúarbragða, þjóðernis, litarhafts, aldurs, stjórnmálaskoðana eða menningarlegs bakgrunns.

Allar starfsstéttir Grunnskóla Snæfellsbæjar eru jafn mikilvægar og eiga þær allar að fá að hljóma til jafns í starfi skólans.

Eftirfarandi þarf til að ná fram stefnu Grunnskóla Snæfellsbæjar í jafnréttismálum:

•  Samábyrgð allra starfsmanna á að vera augljós í öllu skólastarfi.

•  Starfskjör skulu vera algjörlega sambærileg milli kvenna og karla.

•  Stuðla skal að vellíðan allra starfsmanna og góðum starfsanda.

•  Gæta skal jafnréttis við ráðningar, símenntun og og almenna starfsþróun.

•  Gæta skal jafnréttis við skipun fólks í stjórnunar- og ábyrgðarstörf.

•  Leitast skal við að halda jöfnu hlutfalli kynja í störfum og hópum innan skólans.

•  Gera skal starfsmönnum kleift að samræma vinnu og fjölskyldulíf.

•  Upplýsingaflæði skal vera jafnt milli allra starfsstétta skólans.

•  Ábyrgð og tækifærum skal dreift á sanngjarnan hátt, innan og á milli starfsstétta.

•  Einelti og áreitni er ekki liðið

Framkvæmd og umfang

Jafnréttisáætlun þessi mun verða endurskoðuð eigi sjaldnar en á tveggja ára fresti. Ábyrgð á framgangi jafnréttismála er hjá skólastjórnendum og trúnaðarmönnum stéttarfélaga innan skólans.  Þeir skulu  fylgjast með þróun og framgangi jafnréttis í skólanum.

Einstakir vinnuhópar og teymi eru hvött til að taka jafnréttismál með í skipulag sitt og gæta þess að stefnumið jafnréttisáætlunar nái fram að ganga.

Framkvæmd jafnréttisáætlunar skal aðgætt í sjálfsmati skólans hvert ár og niðurstöður þeirrar könnunar kynntar öllu starfsfólki á starfsmannafundi.

bottom of page