
Byrjendakennsla
Í Grunnskóla Snæfellsbæjar er leitast við að auðvelda nemendum skólabyrjun og gera hana markvissari. Innleiða skal ákveðin vinnubrögð og kennsluaðferðir með það fyrir augum að auka færni nemenda. Stuðla skal að alhliða þroska og menntun hvers barns. Góð samskipti heimilis og skóla eru mikilvæg og auðvelda aðlögun að skólasamfélaginu. Áhersla er lögð á að efla sjálfstraust og sjálfsmynd nemenda og stuðla að líkamlegri og andlegri velferð þeirra. Leikir barna eru nýttir sem náms- og þroskaleið og tengdir þeirra nánasta umhverfi. Mikilvægt er að viðfangsefnin séu sprottin úr umhverfi nemenda til að efla áhuga og skilning. Markmið skólans er að bjóða nemendum nám og kennslu við hæfi hvers og eins. Mikil áhersla er lögð á fínhreyfingar til að auðvelda nemendum rétt vinnubrögð. Nauðsynlegt er að nemendur séu virkir í náminu.