Sköpun

Sköpun byggist á gagnrýninni hugsun og aðferðum sem opna sífellt nýja möguleika og því skiptir sköpunarferlið ekki síður máli en afrakstur verksins. Að skapa er að fara út fyrir mengi hins þekkta og þar með auka þekkingu sína og leikni. Þótt sköpun í almennum skilningi sé vissulega nátengd listum og listnámi er sköpun sem grunnþáttur ekki bundin við listgreinar fremur en aðrar námsgreinar og námssvið. Sköpun sem grunnþáttur skal stuðla að ígrundun, persónulegu námi og frumkvæði í skólastarfi.

Þættir sem unnið er með nú þegar og þarf að auka og styrkja:

 • Auka skal vægi list- og verkgreina með því að samþætta verklega þætti inn í aðrar námsgreinar.

 • Nemendur fái tækifæri til nýsköpunar.

 • Kennarar nýti sér átthagafræði fyrir hugmyndavinnu, þar eru mörg tækifæri til verkefna t.d. með efnivið úr nærumhverfi.

 • Samvinna list- og verkgreinakennara og annara kennara verði aukin með því að skipuleggja sameiginleg verkefni.

 • Nemendur fái tækifæri til að vinna úr verkefnum og skila afrakstri í fjölbreyttu formi s.s. með stuttmynd, ritgerð, leiklist, tónlist eða öðru sem hugur þeirra stendur til.

 • Haldið verði áfram með hringekjur þar sem mikil sköpun fer fram í list- og verkgreinum t.d. leikrænni tjáningu, smíði, handavinnu og myndmennt.

 • Kennarar leggi aukna áherslu á leiki í kennslu, sérstaklega á eldri stigum.

 • Kennarar samþætti hreyfingu, útivist og átthagafræði.

Þættir sem við erum nýlega byrjuð á eða erum að hefja vinnu við:

 • Stefnt skal að því að nemendur fái tækifæri til að taka þátt í nýsköpunarkeppni grunnskólanna eða haldi nýsköpunarkeppni innan skólans.

Grunnskóli Snæfellsbæjar

Ennisbraut 11 | 355 Snæfellsbæ

Sími: 4339900 

Opnunartímar:

Hellissandur kl. 7:50 - 16:00

Ólafsvík kl. 7:45 - 16:00

 • Twitter Social Icon
 • Facebook Social Icon
 • YouTube Social Icon