top of page

Viðurkenning


Miðvikudaginn 6. október 2021 var Forvarnardagurinn haldinn í grunn- og framhaldsskólum landsins. Forvarnardagurinn er á hverju hausti og þá er sjónum sérstaklega beint að ungmennum í 9. bekk og á fyrsta ári í framhaldsskóla. Nemendum voru kynntar nýjustu niðurstöður rannsókna á þeirra aldurshóp varðandi helstu þætti sem hafa áhrif á góða heilsu og þroska. Þau ræddu hugmyndir sínar um samveru í frítíma, íþrótta- og tómstundastarf og leiðir til að leyfa heilanum að þroskast ásamt því hvaða áhrif þessir verndandi þættir hafa á líf þeirra.

Þegar þessari vinnu lauk gafst nemendum kostur á að taka þátt í spurningaleik sem tengdist efni Forvarnardagsins og þáttum sem dregið geta úr áhættuhegðun. Nemendur sendu síðan inn lausnir sínar og voru dregnir út 3 heppnir nemendur sem tóku við verðlaunum sínum laugardaginn 11. desember úr hendi forseta Íslands á Bessastöðum. Einn af vinningshöfum var nemandi skólans, Bryndís Brá Guðbjörnsdóttir í 9.bekk. Óskum við henni til hamingju með viðurkenninguna.Bình luận


​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page