Viðhaldsmál
Viðhaldi skólabygginga hefur verið vel sinnt síðustu misseri. Nú í skólabyrjun erum að taka í notkun viðbyggingu á Lýsu, um 200 fermetra. Hún inniheldur fjórar rúmgóðar kennslustofur. Leikskólaselið, yngsta – og miðstig og list- og verkgreinar fá þar inni. Þar með gjörbreytist aðstaða leikskólakennslu og list- og verkgreinakennslu til hins betra.
Í fyrra var starfstöð skólans á Hellissandi tekin í gegn, skólabyggingin máluð, endurnýjaðir allir gluggar og nýr dúkur lagður á þakið. Þar áður var búið að rampa upp skólann og endurnýja anddyri.
Húsnæði starfstöðvar skólans í Ólafvík var máluð að utan nú í haust.
Samhliða þessum framkvæmdum hefur viðhaldi við byggingar skólans verið vel sinnt undir styrkri stjórn húsvarða.
Skólasamfélagið er mjög ánægt með hvað bæjaryfirvöld hafa tekið vel í beiðnir varðandi framkvæmdir og viðhald á húsnæði skólans sem sýnir mikinn metnað og vilja til að standa vel að skólastarfi í Snæfellsbæ. Fyrir það viljum við þakka.
Comments