top of page

Verðlaunasaga

Í haust fór fram ritunarsamkeppni á vegum KrakkaRúv og Menntamálastofnunar. Nemendur 7. bekkjar voru að vinna með smásögugerð á sama tíma og voru hvattir til að skila inn sögu í keppnina. Gaman er að segja frá því að Ragna Egilsdóttir, nemandi í 7. bekk, sendi inn smásögu sína Óveðrið sem var valin til birtingar í bók sem gefin verður út af Menntamálastofnun og heitir Risastórar smásögur 2023. Vinningshöfum er boðið að taka þátt í meistarabúðum sem haldnar verða í Gerðubergi í Breiðholti í þessum mánuði og á verðlaunahátíð Sagna sem verður í Hörpu þann 3. júní.Comments


​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page