top of page

Truflun á umferð í Ólafsvík

Miðvikudaginn 5. júní frá kl. 9:00 – 10:00 má reikna með umferðartruflunum í Ólafsvík á eftirfarandi götum: Engihlíð, Brúarholti, Grundarbraut, Ólafsbraut og Ennisbraut – sjá kort.

Nemendur og starfsfólk er að halda upp á 20 ára afmæli skólans og fara í skrúðgöngu í tilefni tímamótanna á fyrrgreindum tíma.

Að skrúðgöngunni lokinni fara nemendur í ratleik sem dreifist um bæinn, fram að hádegi.

Það er von okkar að hátíðahöldin valdi ekki mikilli truflun.
Comments


​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page