top of page

Starfsmannamál

Nú um áramót láta þrír starfsmenn af störfum, það eru þau Ólöf Sveinsdóttir, Sigfús Almarsson og Þröstur Kristófersson. Þetta mun hafa töluverðar skipulags- og mannabreytingar í för með sér.

Katrín Hjartardóttir leysir Fúsa kokk af, Kristina Hanzin leysir Katrínu af og Aría Jóhannesdóttir leysir Kristinu af. Allar hafa þær starfað við skólann og þekkja vel til starfsemi hans.

Í kjölfar þess að Ólöf, skólaliði í Ólafsvík, lét af störfum þá gerum við skipulagsbreytingar og í stað þess að ráða skólaliða í hennar stað þá ráðum við stuðningsfulltrúa sem mun sinna þeirri gæslu sem Ólöf sinnti en jafnframt koma að málum einstakra nemenda og bekkja.

Við brotthvarf Þrastar Kristóferssonar mun fyrirtækið Origo taka við umsjón með tölvukerfi skólans. Samningaviðræður við Origo eru langt komnar og verður þeim lokið fljótlega á nýju ári. Þröstur verður okkur innan handar eins og kostur er við þessar breytingar.

Hjörvar Gísli Valgeirsson, starfsmaður í leikskólaseli skólans hætti störfum 1. desember síðastliðinn. Í hans stað réðum við Sóldísi Fannberg Þórsdóttur sem mun taka til starfa 14. febrúar, næstkomandi. Þangað til munum við leysa málin með starfsfólki og afleysingafólki.

Þessum fjórum starfsmönnum sem létu af störfum nú í lok árs viljum við þakka fyrir vel unnin störf við skólann, ánægjuleg kynni, gott samstarf og óskum þeim velfarnaðar í þeim verkefnum sem þau taka sér fyrir hendur í framtíðinni.



Комментарии


​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page