top of page

Starfsmannakönnun

Nú í febrúar var lögð fyrir starfsmannakönnun meðal starfsfólks skólans. Annaðist Vinnuvernd fyrirlögnina og úrvinnslu könnunarinnar. Tilgangur starfsmannakönnunar eins og þessara er taka stöðuna, greina hvað vel er gert, hvað má betur fara og koma með úrbætur. Í skólanum starfa 65 einstaklinga í mun færri stöðugildum, það tóku 52 starfsmenn þátt eða 80% sem telst mjög góð þátttaka. Niðurstöður könnunarinnar voru kynntar á húsfundum á hverri starfstöð fyrir sig.


Í greinargerð sem Vinnuvernd skilað af sér kemur fram að þegar á heildina litið virðist félagslegt og andlegt vinnuumhverfi gott í Grunnskóla Snæfellsbæjar og að meirihluta starfsfólks virðist almennt líða vel í vinnu og  upplifir starfsánægju.


Tillögur Vinnuverndar til úrbúta er að:

  • Farið verði í að kynna stefnu og viðbragðsáætlun í EKKO málum og gera hana aðgengilega fyrir alla starfsmenn þar sem of margir vita ekki að hún sé til á vinnustaðnum. Nota tækifæri til að minna á þær leiðir sem starfsmenn geta farið til að leggja fram kvörtun um óásættanlega hegðun á vinnustað. Einnig er mikilvægt að fræða starfshópinn reglulega um EKKO á vinnustað.

  • Fræðsla um helstu streitueinkenni og leiðir til að takast á við streitu þar sem um helmingur starfsfólks upplifir álag í vinnu og 45% upplifir streitu.

  • Fræðsla um jákvæð samskipti og liðsanda til að tryggja áfram góð samskipti í hópnum, því neikvæðir samskiptahættir geta náð sér á strik og skapað mikla vanlíðan á vinnustað, sérstaklega ef álag er mikið.

  • Farið verði yfir fræðslustefnu og þá endurmenntun sem er í boði fyrir starfsfólk, því rúmlega þriðjungur veit ekki að slíkt sé í boði.



コメント


​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page