top of page

Skóli sem lærir

Það er mikilvægt fyrir stofnanir eins og skóla að vera sífellt að leita leiða til efla menntun nemenda. Ein af vörðum í þeirri vegferð er öflug símenntun starfsfólks þar sem það er að leita sameiginlega leiða til að efla menntun nemenda. Nú í byrjun árs hefur starfsfólki staðið til boða fjölbreytt endurmenntunarnámskeið. Við byrjuðum árið að vera á vinnustofu um samskiptahæfni og sjálfrækt hjá Aldísi Örnu Tryggvadóttur sem er PCC vottaður markþjálfi og Umdæmisstjóri Streituskólans á Vesturlandi um samskiptahæfni. Var þetta framhald af námskeiði sem við vorum á hjá henni nú á haustdögum.

Í síðustu viku var boðið upp á fjarnámskeið um stöðu og réttindi flóttabarna og áhrif áfalla á líðan, heilsu og hegðun barna sem var á vegum Kennarasambandsins, Rauða krossins, Unicef, Barna- og fjölskyldustofu. Í sömu viku bauð Hugrún Elísdóttir, verkefnastjóri við skólann upp á skemmtilega kynningu á hvernig hægt að nýta “Breakoud Edu” í kennslu, sjá https://sites.google.com/view/breakoutisland/heim . Áhugaverð og skemmtileg leið í kennslu.

Okkur sem störfum í skólanum er mjög umhugað hvernig hægt er að efla orðaforða og styrkja málþroska nemenda og verður þetta málefni þema næsta kennarafundar hjá okkur.







コメント


​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page