top of page

Skólakórin

Við skólann er starfandi öflugur kór, Skólakór Snæfellsbæjar. Hann kemur fram við helstu samkomur sem skólinn heldur og jafnframt er hann fenginn til að syngja við ýmsa viðburði í samfélaginu. Nú í desember söng hann m.a., ásamt Kirkjukór Ólafsvíkur, jólalög í kirkjunni í aðdraganda jóla. Var þetta mjög hátíðleg og róandi stund í aðdraganda jóla.

Það er mjög gott fyrir skólann að hafa á að skipa góðum kór sem syngur við hin ýmsu tækifæri í skólanum, jafnframt sem það er góð þjálfun fyrir nemendur að æfa söng og koma fram. Þær Veronika Osterhammer og Nanna Aðalheiður Þórðardóttir stýra og þjálfa kórinn.

Vil ég þakka kórmeðlimum og stjórnendum kórsins fyrir þennan frábæra kór og hvet sem flesta til að taka þátt í kórastarfi skólans.Comments


​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page