top of page

Sjálfsmatsskýrsla 2020-2021

Sjálfmatsskýrsla skólans fyrir síðasta skólaár er komin á heimasíðu skólans, sjá https://www.gsnb.is/sjalfsmat

Tilgangurinn með sjálfsmati skóla er fyrst og fremst vera umbótamiðað, þ.e. greina stöðuna, finna hvað vel er gert og hvað má betur fara, vinna áætlun um úrbætur og hrinda henni í framkvæmd.

Niðurstöður matsins um gæði skólastarfsins eru jákvæðar fyrir skólann. Af sex þáttum sem metnir voru um gæði skólastarfs komu tveir þættir mjög vel út, þar sem meðaltalið var yfir fjórum, og flestir eða allir undirþættir þeirra þátta voru sterkir. Telst það mjög gott verklag sem samræmist fyllilega lýsingu á gæðastarfi. Hinir fjórir þættirnir hafa fleiri styrkleika en veikleika. Það telst gott verklag og flestir þættir í samræmi við lýsingu á gæðastarfi.

Niðurstöður lesfimiprófa, samræmdra prófa og Milli mála ll gefa sterkar vísbendingar um að hluti nemenda nái ekki viðunandi árangri miðað við þau viðmið sem stuðst er við á landsvísu. Mikilvægt er að huga að því að nemendur hafi námsefni við hæfi, sýni framfarir og líði vel. Niðurstöður Olweusarkönnunar segja okkur að stórum hluta nemenda líði mjög vel eða vel í skólanum sem telst mjög jákvætt.

Niðurstöðurnar eru um margt jákvæðar fyrir skólann en niðurstöður prófanna eru ögrandi verkefni fyrir skólann að takast á við. Fyrsta skref sem lagt er til í þeirri vegferð er að semja málstefnu fyrir skólasamfélagið þar sem m.a. verða skilgreind hlutverk skóla og heimilis í námi og málþroska nemenda. Við sjáum fyrir okkur að þetta verkefni muni standa yfir í langan tíma, jafnvel 2 - 3 skólaár, en stefnan er að hefjast handa og komast sem lengst áleiðis á þessu skólaári.



Comments


​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page