top of page

Sjáðu mig

Fulltrúi Björgunarsveitarinnar Lífsbjargar kíkti við í gær og færði nemendum og starfsfólki Grunnskóla Snæfellsbæjar endurskinsmerki í tengslum við átakið „Sjáðu mig“, sem er samstarfsverkefni Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Sjóvá og Samgöngustofu. Landsmenn eru duglegir að hreyfa sig úti, sérstaklega núna í samkomubanninu. Gangandi og hjólandi vegfarendur sjást illa þrátt fyrir götulýsingu og ökuljós bifreiða og notkun endurskinsmerkja er því nauðsynleg.


Endurskinsmerkin eiga að vera sýnileg og er best að hafa þau á eftirfarandi stöðum, þá virkar endurskinið eins og blikkljós þegar ljós skín á þau:

Fremst á ermum

Hangandi meðfram hliðum

Á skóm eða neðarlega á buxnaskálmum


Því fyrr og betur sem ökumenn greina óvarða vegfarendur þeim mun minni líkur eru á að slys verði. Það er staðreynd að ökumenn sjá óvarða vegfarendur með endurskin fimm sinnum fyrr en ella og því getur notkun endurskinsmerkja skilið milli lífs og dauða.Á þessu myndbandi https://www.youtube.com/watch?v=tIq7VBCoMsw má sjá rannsókn sem var gerð á sýnileika vegfarenda með og án endurskins.


Við hvetjum foreldra til að huga að endurskini á útifatnaði barna sinna og þeirra sjálfra. Verum bjartsýn og sýnileg í skammdeginu!!

コメント


​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page