Samtalsdagur - föstudaginn 5. febrúar
Samtalsdagurinn verðu rmeð sama sniði og í haust. Við munum nýta okkur tæknina og nota kerfi sem heitir Google Meet. Árskóli fór þessa leið í haust með góðum árangri. Hér eru leiðbeiningar fyrir foreldra https://docs.google.com/document/d/1XqKM0mccCeckgTPw5ifeE7GjIblBMiMO1_ndBZYZ2-Q/edit
Samtölin í ár munu fyrst og fremst ganga út á líðan og stöðu nemenda, jafnframt verður hæfnikort nemenda rætt.
Sú nýbreytni verður nú í 8. - 10. bekk að nemendur munu hafa meira hlutverk og verða virkari þátttakendur í samtalinu. Tilgangur nemendastýrðra samtala er að efla ábyrgð nemenda og gefa þeim tækifæri á að koma sjónarmiðum sínum og upplifun á framfæri. Lögð er áhersla á að auka meðvitund þeirra um eigið nám og námsaðferðir og greina hvað þeir gera vel og hvar þeir mættu leggja sig betur fram.
Nemendur undirbúa samtalið í skólanum með því að ígrunda námið út frá styrkleikum sínum og markmiðasetningu. Auk þess kynna þeir eitt verkefni sem þeir hafa unnið og eru ánægðir með. Verkefni nemandans getur t.d. sýnt fram á sköpunargáfu hans, vöxt og/eða framfarir eða verið verkefni sem nemandi hafði sérstaklega gaman að vinna að. Samtalið er áætlað í 15 mín. og fær nemandinn 7 mín. fyrir sína kynningu.
Comments