top of page

Samtal um þjóðgarðinn

Þriðjudaginn 31.01. boðaði Þjóðgarðurinn til samtals með skólafólki um starfsemi þjóðgarðsmiðstöðvarinnar á Hellissandi sem stefnt er að opni í mars. Okkar fulltrúar á fundinum voru Adela, Hilmar og Svanborg - Rósa komst ekki vegna veðurs. Þetta var upplýsandi og gagnlegur fundur þar sem við fengum kynningu á húsinu og starfsemi þjóðgarðsmiðstöðvarinnar. Rætt var um hvernig við getum unnið saman að málefnum fræðslu- og menningarstarfsemi í Snæfellsbæ. Það eru væntingar okkar í skólanum að halda samtalinu áfram með það að markmiði að styðja og efla átthagafræðikennsluna í skólanum.






コメント


​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page