top of page

Samrómur - Þín rödd skiptir máli!

Grunnskóli Snæfellsbæjar hefur ákveðið að taka þátt í verkefninu Samrómur (sjá samromur.is). Verkefnið gengur út á það að tölvur og tæki skilji íslensku. Til að það sé framkvæmanlegt þarf mikinn fjölda upptaka af íslensku tali frá fjölbreyttum hópi. Nemendur lesa upp nokkrar setningar og leggja „sína rödd” af mörkum.

Þetta verkefni verður eingöngu unnið í skólanum. Þegar nemendur skrá sig til þátttöku gefa þeir upp kennitölu sína og netfang foreldra. Í framhaldi fá foreldrar tölvupóst sem þeir þurfa að staðfesta. Athugið að borið hefur á því að pósturinn fari í ,,ruslpóst”, en hann berst frá samromur@ru.is.

Vinsamlega látið umsjónarkennara vita á samtalsdaginn þann 5. febrúar ef þið viljið ekki að barn ykkar taki þátt.
Comments


​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page