top of page

Söfnun birkifræs

Fimmtudaginn 20. október fóru nemendur í 3. og 4. bekk, ásamt stuðningsfulltrúum, umsjónarkennara og skólastjóra að tína birkifræ í Réttarskógi. Þeir fengu gott veður og tíndu tæpa tvo lítra af fræjum sem gera um 150.000 fræ en það er áætlað að í hverjum lítra af fræjum séu um 90.000 fræ!

Landsátak í söfnun og sáningu birkifræs stendur fyrir þessu verkefni þar sem nú stendur yfir áratugur Sameinuðu þjóðanna um verndun og endurheimt vistkerfa um allan heim í þágu fólks og náttúru. Íslensk stjórnvöld stefna að því að stækka verulega birkiskóga landsins fyrir árið 2031 og hafa tekið svonefndri Bonnáskorun sem er alþjóðlegt átak um endurheimt skóga og er skipulögð af alþjóðlegu náttúruverndarsamtökunum IUCN í samstarfi við fleiri aðila. Markmið Íslands er að árið 2030 vaxi birkiskógar á 5% landsins, í stað 1,5% nú. Þó það sé í senn metnaðarfullt og mikilvægt starf að auka þekju birkiskóga og birkikjarrs í 5% verður það ekki auðvelt verk. Því er mikilvægt að virkja sem flesta til reyna að ná þessu markmiði.Comments


​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page