top of page

Símenntun starfsfólks

Nú í ágúst fara 38 starfsmenn skólans í endurmenntunarferð til Finnlands en finnska skólakerfið hefur verið annálað fyrir framsækni og árangur sem meðal annars birtist í góðum niðurstöðum PISA-rannsóknanna.

Tilgangur ferðarinnar er að kynnast finnska skólakerfinu. Tveir grunnskólar verða heimsóttir og kynnast „See the good“ kennsluaðferðinni. Kennsluaðferðin „See the good“ veitir starfsfólki tækifæri á því að fylgjast með framförum nemenda á skilvirkan hátt og veitir veigamikinn stuðning við að láta jákvæða kennsluhætti verða að veruleika.

Starfsfólk heldur utan 13. ágúst og kemur heim 17. ágúst. Skrifstofa skólans er opin á hefðbundum opnunartíma.




Comments


​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page