Síðasta fréttbréf þessa skólaárs
Síðasta fréttbréf þessa skólaárs er hægt að nálgast á þessum tengli https://sites.google.com/gsnbskoli.is/gsnb062021/home
Nú hillir undir lok þesssa skólaárs en formleg skólaslit verða þriðjudaginn 8. júní og útskrift 10. bekkinga daginn áður eða mánudaginn 7. júní í Klifi.
Skólastarfið hefur litast af Kórónaveirufaraldrinum en fyrstu sóttvarnareglurnar tóku gildi 16. mars á síðasta ári og hefur þeim verið breytt oftsinnis á tímabilinu. Skólaslit og útskrift nemenda taka mið af þeim reglum sem eru í gildi en þau kveða m.a. á um " allt að 150 manns í rými og leitast skal við að halda 1 metra nálægðartakmörk". Á þeim forsendum óskum við eftir að foreldrar komi ekki á skólaslit nemenda í 1.-9. bekk norðan Heiðar og hlíti þeim reglum sem gilda og verða gefnar út er varðar skólaslit sunnan Heiðar og útskrift nemenda í 10. bekk.
Comments