Orða af orði - Orðaforði
Það sem af er þessu skólaári höfum við verið að innleiða verkefni sem heiti Orð af orði eða Orðaforði. Meginmarkmið Orðs af orði er að efla orðaforða, lesskilning og námsárangur nemenda í grunnskóla. Það er gert með því að efla málumhverfið í skólanum, kenna nemendum markvissar aðferðir til að sundurgreina texta og orð, greina merkingu hugtaka, tengja saman lykilatriði, kortleggja aðalatriði og endurbirta námsefni og orð á fjölbreyttan hátt. Áhersla er lögð á samvinnu og samvirkar kennsluaðferðir.
Kennarar læra aðferðir og kenna nemendum þær stig af stigi, þróa í takt við aðstæður, allt þar til nemendur geta notað aðferðirnar sjálfstætt. Gert er ráð fyrir að aðferðirnar verði notaðar í tengslum við nám og námsefni í „bóklegum“ greinum.
Frekari lýsingu á faglegum grunni verkefnis er að finna á www.hagurbal.weebly.com
Comments