top of page

Orð af orði - Orðaforði

Mánudaginn 25. september er skipulagsdagur í skólanum. Starfsfólk skólans og kennarar í Grunnskóla Grundarfjarðar verða þá á námskeiði að kynna sér hugmyndafræði kennsluaðferðar sem nefnist Orð af orði.


Meginmarkmið Orðs af orði er að efla orðaforða, lesskilning og námsárangur nemenda í grunnskóla. Það er gert með því að efla málumhverfið í skólanum, kenna nemendum markvissar aðferðir til að sundurgreina texta og orð, greina merkingu hugtaka, tengja saman lykilatriði, kortleggja aðalatriði og endurbirta námsefni og orð á fjölbreyttan hátt. Áhersla er lögð á samvinnu og samvirkar kennsluaðferðir.


Kennarar læra aðferðir og kenna nemendum þær stig af stigi, þróa í takt við aðstæður, allt þar til nemendur geta notað aðferðirnar sjálfstætt. Gert er ráð fyrir að aðferðirnar verði notaðar í tengslum við nám og námsefni í „bóklegum“ greinum.


Frekari lýsingu á faglegum grunni verkefnis er að finna á www.hagurbal.weebly.com

Comments


​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page