top of page

Markvisst unnið gegn einelti

Grunnskóli Snæfellsbæjar er einn af þeim skólum sem vinnur samkvæmt eineltisáætlun Olweusar gegn einelti og andfélagslegri hegðun. Bæði nemendur og starfsfólk vinna samkvæmt áætluninni og er markmið hennar að skapa umhverfi í skólanum þar sem einelti fær ekki þrifist og byggir á fáum meginreglum sem að skila árangri í baráttunni gegn einelti og andfélagslegri hegðun og hefur verið sýnt fram á það með rannsóknum. Meðal þess sem nemendur og starfsfólk gera á hverju ári er að hafa svokallaða Olweusardaga þar sem unnin eru hin ýmsu verkefni í anda áætlunarinnar. Á Olweusardögunum haustannar var eitt verkefnið að búin voru til púsl þar sem nemendur skreyttu sitt eigið púsl og bekkjarfélagar skrifuðu jákvæð orð á hjá hverjum og einum. Púslunum var svo “púslað saman” og hengd upp á vegg í kringum einkunnarorð skólans. Voru bæði nemendur og starfsfólk sammála um að verkefnið væri skemmtilegt og sýndi að við pössum öll saman eins og púsl. Þess má einnig geta að nemendur kíkja reglulega á púslinn til að vera viss um að sitt sé á sínum stað. Oleusar dagar skólans á vorönn eru fyrirhugaðir í mars og verður þá meðal annars unnið að því að vinabekkir hittist, fram fari umræða um netnotkun og fleira.


Comments


​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page