top of page

Mötuneyti skólans

Í mötuneyti skólans er eldaður hollur og góður matur í hádeginu, fyrir nemendur og starfsfólk. Matseðlarnir taka mið af leiðbeiningum sem gefnar eru út af Embætti landlæknis – sjá https://www.landlaeknir.is/utgefid-efni/skjal/item11435/

Alltaf er boðið upp á salatbar og nýtur hann mikilla vinsælda enda er hann mjög fjölbreyttur, t.d. var Í dag boðið upp á 27 „rétti“ á salatbarnum.

Mötuneytið nýtur mikilla vinsælda og má nefna að þegar nemendur voru spurðir um gæði mötuneytisins í Íslensku æskulýðsrannsókninni (sjá https://www.gsnb.is/_files/ugd/78b0ab_95ef7fe706f4446d93c779be5b603b8f.pdf) þá sögðust 81% nemenda fá nægju sína og 85% nemenda fannst maturinn oftast góður. Þessi ánægja nemenda er umstalsvert yfir landsmeðaltali sem er um um 60%, í báðum tilvikum.Commentaires


​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page