Lokahátíð
Lokahátíð upplestrarkeppni 7. bekkja á Snæfellsnesi var haldin fimmtudaginn 28. apríl í Stykkishólmskirkju. Fulltrúar okkar í keppninni voru Birgitta Ósk Snorradóttir, Margrét Arnbjörg Vilhjálmsdóttir og Sara Ýr Birgisdóttir. Alls eru haldnar 30 keppnir á landinu og allir sem komast í lokakeppnina eru hluti af lestrarlandsliðinu. Okkar fulltrúar stóðu sig vel, Sara Ýr Birgisdóttir lenti í 2. sæti og Margrét Arnbjörg Vilhjálmsdóttir í 3. sæti. Í 1. sæti var Haukur Ragnarsson frá Grunnskóla Grundafjarðar.
Óskum við þeim öllum innilega til hamingju.
Comentarios