Ljósaganga 10. bekkjar
Í morgun fóru nemendur í 10. bekk í ljósagöngu upp á Bekk í Enninu. Við vorum með átta kyndla til að lýsa okkur veginn. Heppnin lék við okkur, það var tunglbjart og logn. Það var mjög fallegt útsýni af Bekknum yfir Ólafsvík, jólaskreytingar í bænum nutu sín og stemming að sjá báta að fara á sjó. Þetta var einskonar tilraunaverkefni í þetta sinn sem tókst mjög vel, sterk upplifun. Draumurinn er að fara með alla nemendur og starfsfólk skólans, um 250 manns, hafa eld í bálpönnunni og bjóða upp á heitt kakó og piparkökur upp á Bekk.
Comments