top of page

Lestur á leikskóla

Updated: Dec 5, 2022

Á hverju ári fara nemendur 4. bekkjar á leikskólann Kríuból á Hellissandi og lesa fyrir börnin þar. Þetta verkefni er hluti af átthagafræðinámskrá skólans. Verkefnið stuðlar að samvinnu leik- og grunnskóla og þjálfast nemendur m.a. í að koma fram sem er eitt af hæfniviðmiðum Aðalnámskrár grunnskóla. Þeir þjálfast einnig í að koma fram sem fulltrúar skólans og eru vel undirbúnir fyrir heimsóknina. Þeir velja sér bók á bókasafni skólans og skoða hvort hún sé við hæfi leikskólabarna og hvort hún sé auðlesin. Þeir æfa sig að lesa bókina í skólanum og taka tímann til að athuga hvort hún sé nokkuð of löng. Síðan fara nemendur tveir saman eða í litlum hópum og lesa fyrir leikskólabörnin. Báðir hópar hafa gaman af heimsóknunum og er þetta skemmtileg hefð sem hefur skapast hjá okkur.


Comments


​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page