Laus staða við Grunnskóla Snæfellsbæjar - Ólafsvík
Laus er staða stuðningsfulltrúa við skólann á starfstöðinni í Ólafsvíkí, í 75% stöðugildi.
Starfsvið starfsmanns:
• Leiðbeinir þeim í samskiptum við aðra nemendur og starfsfólk.
• Vinnur að uppeldi og menntun nemenda.
• Aðstoða nemendur í leik og starfi.
• Ýmis önnur verkefni sem til falla hverju sinni
Menntun, reynsla og hæfni:
• Menntun og reynsla sem nýtist í starfi
• Ríkir samstarfs- og samskiptahæfileikar
• Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
• Góð kunnátta í íslensku er skilyrði
Borgað er samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Umsóknarfrestur er til 19. júní, umsóknareyðublað er á heimasíðu Snæfellsbæjar, https://snb.is/wp-content/uploads/2013/12/Atvinnuums%C3%B3kn.pdf
Upplýsingar veitir Hilmar Már Arason skólastjóri í síma 894 9903. Umsóknir skal senda til skólastjóra á netfangið hilmara@gsnb.is.
Comments