top of page

Lífbreytileiki í fimmta bekk

Fimmti bekkur í Grunnskóla Snæfellsbæjar tekur þátt í þróunarverkefni í vetur á vegum Náttúruminjasafns Íslands sem ber heitið List og lífbreytileiki. Verkefnið er þverfaglegt og unnið í samstarfi við fjölbreyttan og breiðan hóp listafólks þar sem lista- og vísindafólk koma saman í þverfaglegu samtali um lífbreytileika og skipuleggja smiðjur fyrir börn. Listakonurnar Rán og Elín Elísabet mættu með smiðjur fyrir fimmta bekk 19. október síðastliðin sem vakti mikla lukku. Áður en þær komu voru nemendur búnir að læra um frumur, bakteríur, vistkerfi, lífbreytileika o.fl. til að undirbúa sig. Þær tóku sérstaklega fyrir lífríkið í moldinni og sýndu nemendum hvað það er fjölbreytt og hvernig allt vinnur saman. Þar á eftir hófust smiðjurnar þar sem nemendur fengu skókassa og áttu að sýna lífið í moldinni og bjuggu þar með til listaverk sem sýnir það sem er að gerast ofan í moldinni. Nemendum fannst smiðjan mjög spennandi og skemmtileg þar sem þeir lærðu betur um lífbreytileika og tengdust betur námsefninu þar sem þeir fengu tækifæri til að nota ímyndunaraflið til að skapa afurð sem tengdist efninu. Lokaafurðir verkefnisins verða settar upp í stóru innsetningarverki í Dropanum, sérsýningarrými Náttúruminjasafnsins í Perlunni 18.-23. apríl 2023. Á sama tíma mun þverfaglegt málþing um lífbreytileika standa yfir og úrvinnslan kynnt í samhengi barnanna. Fimmti bekkur ætlar að vinna meira með efnið og er ætlunin að skapa eitthvað meira til að sýna. Nemendur eru áhugasamir og spenntir að fá að taka þátt í þessu flotta verkefni.Comentarios


​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page