top of page

Kynning á Erasmus verkefninu „Getup“

Updated: Sep 15, 2023

Þriðjudaginn 12. september, lýkur skóla fyrir hjá nemendum í 5.-10. bekk, norðan Heiðar eða kl. 13:20. Skólabíll fer frá Ólafsvík kl 13:30.


Ástæðan er að Þjóðgarðurinn bíður okkur á kynningu á Erasmus verkefni sem heitir „Getup“. Verkefnið snýst um að nýta leikjatækni (gamefication) til þess að útbúa námsefni fyrir börn á unglingastigi um náttúruvernd og að hverju þarf að hyggja þegar kemur að rekstri friðlýstra svæða á borð við Þjóðgarða. Útkoman verður tölvuleikur þar sem börn setjast í sæti stjórnanda náttúruverndarsvæðis og þurfa að halda jafnvægi í fjárhagslegum rekstri, gæta þess að skerða ekki líffræðilegan fjölbreytileika um leið og gætt er að almenningsálitinu.


Nánari upplýsingar um verkefnið í heild sinni er að finna á heimasíðu þess. https://getup.erasmus.site/is/







Commentaires


​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page