top of page

Kosningar í GSnb

Grunnskóli Snæfellsbæjar flaggar Grænfánum á öllum sínum starfsstöðvum. Til þess að flagga Grænfána þá þarf að stíga sjö skref. Fyrsta skrefið var að kjósa nefnd, á starfstöðvunum norðan Heiðar eru 18 nemendur og 3 starfsmenn í nefndinni. Næsta skref var að velja tvö þemu eða áhersluatriði til að vinna að tvö næstu ár. Þemun sem hægt er að velja á milli eru tíu talsins. Þau taka á mörgum hliðum menntunar til sjálfbærni og tengjast grunnþáttum menntunar og heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Gengið var til kosninga á vordögum. 191 nemandi í 1.-10. bekk var á kjörskrá, 165 kusu eða 86%, engir seðlar voru auðir eða ógildir. Þau þemu sem fengu flest atkvæði voru Hnattrænt jafnrétti, sem fékk 56 atkvæði eða 34%, og í öðru sæti var Vatn sem fékk 54 atkvæði eða tæp 33%. Næsta skref var síðan að meta stöðu skólans í þessum þáttum, gekk sú vinna vel fyrir sig og í framhaldi af því munum við semja okkur sáttmála sem við vinnum eftir næsta skólaár.





Bình luận


​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page