top of page

Hvað leynist inni í jökli? – Ferðin að miðju jarðar og Framtíðarblóm

Þriðji og sjötti bekkur hafa í vetur tekið þátt í verkefninu Ísabrot – jöklar í íslenskri myndlist í samvinnu við Listasafn Íslands. Alls tóku átta skólar þátt í verkefninu sem lauk með sýningu þriðja bekkjar í Safnahúsinu í Reykjavík á Barnamenningarhátíð og í sjötta bekkjar í Þjóðgarðsmiðstöðinni. Myndlistarkonan og rithöfundurinn Linda Ólafsdóttir og Ingibjörg Hannesdóttir sérfræðingur í fræðslu og miðlun hjá listasafninu voru með listasmiðjuna Hvað leynist inni í jökli? í gegnum netið. Listasmiðjan sótti innblástsur í sagnir tengdar Snæfellsjökli ásamt því að nemendur fengu kennslu í Sjónarafli, fræðsluefni og þjálfun í myndlæsi. Það verkefni hlaut tilnefningu til Íslensku Safnaverðlaunanna 2024. Nemendur þriðja bekkjar fóru síðan í heimsókn í Safnahúsið, skoðuðu sýninguna sína og fengu leiðsögn um sa

Ásamt sýningu sjötta bekkjar í Þjóðgarðsmiðstöðinni sýnir þriðji bekkur afrakstur þar sem unnið var með sögu franska rithöfundarins Jules Verne, Ferðin að miðju jarðar þar sem sögupersónurnar ferðast að miðju jarðar í gegnum Snæfellsjökull.

Nemendur úr öðrum og fjórða bekk tóku þátt í verkefni sem heitir Framtíðarblóm og var sýnt í Grasagarði Reykjavíkur á Barnamenningarhátíð. Markmið verkefnisins var að vekja áhuga nemenda á náttúrunni og undrum hennar. Að efla með nemendum vitund og virðingu fyrir umhverfinu og efla samvinnu og samkennd með samborgurum og lífi á jörðinni. Nemendur fræddust um plöntur, lífbreytileiki og vistkerfi og veltu fyrir sér hvernig plöntur gætu litið út í framtíðinni og hvaða eiginleika þau vildu að plönturnar byggju yfir.







Comments


​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page