top of page

Hinsegin samfélag er okkar allra samfélag

Júní er alþjóðlegi hinsegin mánuðurinn og þetta sumar verður haldin hinsegin hátíð hér í Snæfellsbæ frá 22.-24. júlí.

Í tilefni þess var skólinn skreyttur síðustu vikuna fyrir sumarfrí. Þessi hugmynd kom frá tveimur nemendum, þeim Stefaníu Klöru Jóhannsdóttur og Hönnu Imgront. Skólinn var skreyttur með fjölbreyttum hinsegin fánum og litríku skrauti. Á efri hæðinni má sjá fallega fána og blöð, þar sem er hægt að lesa um hinsegin orðaforða. Þar er líka skraut með jákvæðum setningum. Fram á göngum eru fánar, litrík hjörtu og á skjánum eru glærur sem segja aðeins frá hinsegin samfélaginu. Í matsalnum var hengdur upp Trans fáninn og Tvíkynhneigð fáninn. Skólinn var skreyttur til þess að sína virðingu og stuðning við hinsegin samfélagið. Svona einfalt verk sýnir að skólinn er opinn fyrir margbreytilegum einstaklingum og býður alla nemendur velkomna með opnum örmum. Þar sem margir krakkar hafa erfiðleika með að finna sjálfa sig og sætta sig með kynhneigðina sína er mikilvægt að við sem samfélag sínum þennan stuðning og virðingu. Benda þarf á að brandarar og neikvætt orðbragð gagnvart hinsegin fólki, oft er notað orðið hommi eða lesbía sem lýsingu á fólki á neikvæðan hátt. Þetta gerist vegna skorta af virðingu sem á að vera kennd frá fullorðnum. Við vitum aldrei hvað önnur manneskja er að ganga í gegnum. Þannig ef t.d. manneskja sem er í felum með kynhneigð sína heyrir svona “brandara”, getur það haft veruleg áhrif á sjálfsmynd hennar. Þó að heimurinn sé búinn að breytast til hins betra, þurfum við að halda áfram að gera heiminn enn betri. Allir eiga að hafa rétt á því að elska hvern sem er án þess að vera dæmdur fyrir það. Hinsegin hátíðin er hátíð okkar allra, þar sem við getum fagnað fjölbreytileikanum og ástinni út um allan heim. Við megum ekki gleyma því að hinsegin samfélag er okkar allra samfélag og þess vegna verðum við sýna hvort öðru virðingu og ást.

Hanna ImgrontComentários


​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page