Grunnskóli Snæfellsbæjar vann í samkeppni
Skólaþróun, samtök áhugafólks um skólaþróun efndi á haustmánuðum til samkeppni um áhugavert námsumhverfi þar sem fólk var hvatt til að senda inn myndir, greinagóðar lýsingar og uppdrætti af náms umhverfinu. Myndmennt/myndmenntastofa Grunnskóla Snæfellsbæjar var einn af þeim fimm skólum sem fékk viðurkenningu. Skólaþróun heldur út veftímaritinu Skólaþræðir en því eru birtar greinar um þróunar- og umbótastarf í skólum og fréttir af áhugaverðu skólastarfi. Stefnt er að því að vefritið verði vettvangur fyrir skólafólk til að miðla góðum hugmyndum og fyrir gagnrýna umræðu um stefnur og strauma í skólastarfi. Ritinu er ætlað að þjóna öllum skólastigum.
Comments